22/12/2024

Hrútfirðingaball um næstu helgi

Frá Hrútfirðingaballi 2005Nú styttist óðum í að Hrútfirðingaball skelli á, en það verður haldið að Stangarhyl 4 í Reykjavík þann 15. nóvember næstkomandi. Að sögn Atla Vilhjálmssonar sem hefur veg og vanda af þessari skemmtun, þá er þetta annað Hrútfirðingaballið sem hann stendur fyrir, en fyrra ballið var í nóvember 2005 þar sem vel á annað hundrað manns mættu. Þessi böll voru fastur liður í tilverunni hér á árum áður en lögðust svo af. "Ég hafði nú ekki ætlað að standa einn að þessu aftur, en það er bara svo helv… gaman að smala saman vinum og kunningjum á þennan hátt og eiga góða stund," sagði Atli.

Húsið opnar kl. 20.30 og stendur geymið til kl. 2 eftir miðnætti. Hljómsveitin Upplyfting sér um fjörið, bar verður opinn og allt á bónus verði.