22/12/2024

Hrútfirðingaball á næstunni

Í nokkur ár hefur hóp fólks langað til að halda Hrútfirðingaball syðra fyrir íbúa fjarðarins og síðast en ekki síst fyrir brottflutta Hrútfirðinga. Nú er sjálfskipuð nefnd komin í málið og hefur verið ákveðið að halda Hrútfirðingaball 12. nóvember næstkomandi í Kiwanissalnum, Engjateigi 11 í Reykjavík. Hljómsveitin Í gegnum tíðina heldur uppi fjörinu og vonandi mæta sem flestir Hrútfirðingar, rifja upp gömul kynni og skemmta sér í góðum félagsskap. Húsið opnar klukkan 20:30. Nánari upplýsingar gefur Atli Vilhjálmsson frá Kollsá í símum 897-1852, 587-8852 og 575-1261.

Frá þorrablóti á Borðeyri síðasta vetur