Í fréttabréfi Hólmavíkurhrepps er birt fundargerð frá hreppsnefndarfundi 8. nóvember, en þar kemur fram að nefndin hefur tekið jákvætt í erindi Broddaneshrepps um viðræður um hugsanlega sameiningu hreppanna. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Haraldur V.A. Jónsson oddviti og Eysteinn Gunnarsson voru skipuð til að ræða við hreppsnefnd Broddaneshrepps um málið. Engar fregnir hafa borist af þeim viðræðum.