13/09/2024

Hreinsað í kringum Hólmavíkurkirkju á mánudag

Það er allt á fullu við að fegra umhverfið í Strandabyggð þessa dagana og nú óskar sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju eftir sjálfboðaliðum til að standa fyrir umhverfisumbótum við kirkjuna á mánudaginn kemur, 27. júní, kl. 17:00. Eru þeir sem eru til í tuskið beðnir að mæta með áhöld til umbóta, góða skapið, vopn og verjur. Hreinsa þarf gróður, m.a. við gangstéttarhellur við kirkjuna, fjarlægja lúpínu sem er orðin nærgöngul og fleira. Hressing verður í boði fyrir þá sem mæta á staðinn.