22/12/2024

Hörður Torfa á Hólmavík á föstudag

Söngvaskáldið Hörður Torfason verður með tónleika á Café Riis á Hólmavík næstkomandi föstudagskvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Hefðbundnir hausttónleikar Harðar í Borgarleikhúsinu eru að baki og þá tekur hann að venju stefnuna út á land. Það er af sem áður var þegar Hörður fór hringinn í kringum landið í nánast einni lotu, en nú heimsækir hann færri staði og tekur landshlutana í áföngum. Vestfirðirnir eru í fyrsta áfanga og verða tónleikar sem hér segir: 

Skjaldborgarbíó á Patreksfirði miðvikudagskvöld 19. september klukkan 20.30.
Edinborgarhúsið á Ísafirði fimmtudagskvöldið 20. september klukkan 20.30.
Café Riis á Hólmavík föstdudagskvöldið 21.september klukkan 20.30.