22/12/2024

Hólmavík í hátíðarbúning

Hamingjudagarnir hafa farið vel af stað á Hólmavík. Um 150 manns mættu á Hagyrðingakvöld á fimmtudagskvöld og fjöldi manns var samankominn í blíðskaparveðri þegar Idolstjarnan Heiða skemmti á útisviði í Kirkjuhvamminum. Um 40 manns tóku síðan þátt gönguferð upp í Borgir undir leiðsögn Matthíasar Lýðssonar um kl. 22:00 í kvöld og eru sumir enn á rölti. Seinna í kvöld verða dansleikir bæði á Café Riis og í Bragganum. Fjöldi Hólmvíkinga hefur skreytt húsin sín í hamingjulitunum sem hverju hverfi var úthlutað og fylgja hér nokkrar myndir af skemmtilegum skreytingum.

Mörg húsin eru skemmtilega skreytt