09/09/2024

HM á risaskjá á Café Riis

Fótboltaunnendur staddir á Ströndum eiga ekki að þurfa að láta HM í fótbolta fram hjá sér fara en Café Riis á Hólmavík mun sýna alla leiki keppninnar beint í gegnum gerfihnött. Heimsmeistaramótið hófst í gær með þremur leikjum sem voru allir sýndir á staðnum en aðstaða hefur verið útbúin í koníaksstofu veitingastaðarins þar sem vel fer um alla í þægilegum leðursófum. Það var mikil stemmning í HM-stofu Café Riis yfir leikjunum. Í dag er annar dagur HM og hefst kl. 13:00 með leik Englendinga og Paraguay. Svíar mæta síðan Trinidad og Tobago kl. 16:00 og Argentínumenn reima á sig skóna kl. 19:00 í kvöld og spila gegn Fílabeinsströndinni. Leikirnir eru að sjálfsögðu allir sýndir beint á Café Riis.

Næstu leikir  
10.jún kl. 13:00 England – Paraguay
10.jún kl. 16:00 Trinidad & Tobago – Svíþjóð
10.jún kl. 19:00 Argentína – Fílabeinsströndin
11.jún kl: 13:00 Serbía – Holland
11.jún kl. 16:00 Mexíkó – Íran
11.jún kl. 19:00 Angóla – Portúgal
12.jún kl. 13:00 Ástralía – Japan
12.jún kl. 16:00 Bandaríkin – Tékkland
12.jún kl. 19:00 Ítalía – Ghana


Stuðningsmenn Ekvador fagna fyrra markinu gegn Póllandi í gær – beint á Café Riis