22/12/2024

Hlýindi og hálka

Veðurspá fyrir Strandir er nú með þeim hætti að vegfarendur mega búast við mikilli hálku á vegum í dag og eru því hvattir til að fara varlega. Nú klukkan 9 að morgni er tveggja stiga hiti við Steingrímsfjörð og spáin gerir ráð fyrir hlýnandi veðri og hita á bilinu 5-10 stig seint í dag. Um leið er spáð vaxandi austanátt, 10-15 m/s og snjókomu með morgninum, en suðlægari og rigningu með köflum um tíma síðdegis. Heldur hægari í kvöld og nótt og úrkomulítið.

Vef Vegagerðarinnar um færð á vegum má finna hér.

Vef Veðurstofunnar með veðurspá fyrir Strandir er að finna hér.