23/12/2024

Hlökk kynnt á fjölmennum súpufundi

IMG_8222

Þróunarsetrið á Hólmavík hefur staðið fyrir súpufundum í hádeginu á fimmtudögum undanfarnar vikur og hyggst gera það í vetur. Á fimmtudaginn var súpufundur þar sem Bryndís Sigurðardóttir kynnti útgerðarfyrirtækið Hlökk ehf. í máli og myndum og að sjálfsögðu var dýrindis sjávarréttasúpa á boðstólum. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust skemmtilegar umræður eftir framsögu Bryndísar. Það eru Jón Jónsson og Þorgeir Pálsson sem halda utan um súpufundina og eru þeir sem vilja halda kynningu sem tengist atvinnulífi, mannlífi og menningu beðnir að hafa samband við þá.

IMG_8211 IMG_8212 IMG_8216