22/12/2024

Hlaðborð, Pub Quiz, karaoke og stuð á Café Riis


Það verður mikið um að vera á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík um helgina. Fyrsta hlaðborð sumarsins verður laugardaginn 8. júní frá klukkan 19:00 – 21:00. Klukkan 21:30 verður svo Pub Quiz í boði Hólmadrangs, sem að verður að koma úr óvissuferð sinni, og er öllum velkomið að mæta og taka þátt. Eftir það verður svo karaoke og fleira skemmtilegt í Pakkhúsinu, barinn verður auk þess opinn til klukkan 03:00.