13/01/2025

Hiti í kringum frostmark

Færð á vegumVeðurspáin næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austan 13-18 m/s og rigningu eða slyddu með köflum. Síðan lægir og styttir smám saman upp síðdegis. Norðaustan 8-13 og stöku él í nótt og á morgun. Hiti verður í kringum frostmark. Klukkan 9:30 er enn ófært um Steingrímsfjarðarheiði samkvæmt vef Vegagerðarinnar en verið er að ryðja. Snjór er á vegum frá Bjarnarfirði og suður í Hrútafjörð, en einnig er verið að ryðja þar og hálkuverja.