Jón Gísli eða Óleyniskussi eins og hann kýs að nefna liðið sitt í Liðsstjóraleiknum segir að hann yrði hæstánægður ef hann fengi að setjast undir stýri á einum bílanna og fá að aka honum eins og einn hring eða tvo: „Stundum þegar ég er á vinna á vegheflinum í norðaustan skaðræðisbyl, svo sér ekki fram fyrir tönnina fyrir veðurofsa þá á ég það til að halla mér aftur í sætinu, gefa vel í og láta mig dreyma um að ég sé á einhverri formúlubrautinni. Það er nefnilega hægur vandi hér á Ströndum þar sem vegirnir hlykkjast þvers og kruss." Aðspurður segir Jón Gísli að hann sjái engin lið sem geti mögulega velt Óleyniskussa úr fyrsta sætinu í ár. „Ég verð þó að virðurkenna að stjórnendur liðanna sem eru núna í 9unda sæti og því 29unda gætu orðið Óleyniskussa skeinuhættir, ef lukkan snýst í lið með þeim."
Eftirfarandi er staðan í keppninni hjá strandir.saudfjarsetur.is í Liðsstjóraleiknum eftir síðustu keppni. Eins og sjá má þá ber Jón Gísli höfuð og herðar yfir aðra keppendur á Ströndum, svo notað sé hans orðalag, en hann er einnig í 21. sæti í landskeppninni af 3500 keppendum. Lið Jóns Gísla náði þó ekki nema öðrum besta árangri af Strandaliðum í síðustu keppni en liðið Mosi nældi sér í fleiri stig í þeirri keppni. Þar á eftir komu svo liðin Jordan, Súber.is og Prins. Þessi fimm lið skapa því samtölu strandir.saudfjarsetur.is í sveitarkeppninni yfir landið, en sú sveit er í 7. sæti á landsvísu af 385 sveitum. Nánar má fræðast um þennan skemmtilega leik á www.lidsstjorinn.formula.is.
1. Óleyniskussi – 7826 – Jón Gísli Jónsson
2. Súber.is – 7231 – Árni Baldursson
3. bb&synir#1 – 7154 – Benedikt Benediktsson
4. seigur – 6968 – Magnús Gústafsson
5. Glundroð i – 6864 – Arnar S. Jónsson
6. TRÍTON – 6710 – Jón Halldór Kristjánsson
7. Dino – 6656 – Þröstur Áskelsson
8. Tara – 6610 – Hafdís Stefánsdóttir
9. Fundni skussi2 – 6548 – Jón Gísli Jónsson
10. dvergarnir7 – 6504 – Jón Jónsson
11. Jordan – 6456
12. Prins – 6308
13. KIMI MCLAREN – 6305
14. Snati – 6172
15. Ísjakinn mikli – 6089
16. VRT (viking racing team) – 6062
17. Skrímslið sem skína lætur í tennurnar – 5855
18. Basilíuslangan – 5803
19. Mosi – 5738 (18)
20. Leynimúli – 5587
21. Grameðlan – 5547
22. Hulk – 5436
23. tinkí-vinkí – 5178
24. Skrúfjárn – 4995
25. kaldi – 4877
26. Bestur.is – 4855
27. Ble-si – 4707
29. Skussa – 4017
Jón Gísli hugar að smíði síns eigin Formúlubíls