22/09/2023

Hilmir rifinn – myndband

Fyrr í dag voru birtar ljósmyndir hér á strandir.saudfjarsetur.is frá því þegar Hilmir ST-1 var rifinn en báturinn stóð á þurru landi á uppfyllingunni við Höfðann í 12 ár. Sigurður Atlason var einnig á svæðinu á þessari örlagastundu eikarbátsins gamla og myndaði síðustu augnablik hans áður en hann umbreyttist í timbur og járnhrúgu.