23/04/2024

Héraðsmót HSS í bridge í Norðurfirði

Bridgemót í Norðurfirði

Það var spilað á sex borðum á Héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna í bridge sem fram fór í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum þann 1. maí. Síðustu árin hefur jafnan verið haldið héraðsmót þar þann 1. maí og félagar í Bridgeklúbbi Hólmavíkur fjölmennt norður og spilað við heimamenn. Þarna voru samankomnir spilarar víða að af Ströndum, en einnig úr Saurbæ í Dölum og frá Reykhólum. Það voru Ólafur Gunnarsson í Þurranesi og Maríus Kárason á Hólmavík sem fóru með sigur af hólmi að þessu sinni. Í öðru sæti voru Eyvindur Magnússon á Reykhólum og Jón Stefánsson á Broddanesi, en þriðja sætið skipuð Guðbrandur Karlsson á Smáhömrum og Jón Jónsson á Kirkjubóli. Móttökur í Árneshreppi voru einstaklega góðar að venju og allir héldu saddir og sælir heim á leið að spilamennsku lokinni.

Bridge í Norðurfirði Bridge í Norðurfirði Bridge í Norðurfirði

Ljósm. Jón Jónsson og Ingimundur Pálsson