22/12/2024

Héraðsbókasafnið á leið í sumarfrí

Síðasti opnunardagur hjá Héraðsbókasafni Strandasýslu fyrir sumarfrí er annað kvöld, fimmtudaginn 19. júlí frá 20:00-21:00. Sumarfríið stendur síðan fram í ágúst. Að sögn Esterar Sigfúsdóttur bókavarðar er alltaf töluvert um útlán á bókum yfir sumartímann og hvetur hún fólk til að mæta annað kvöld og ná sér í lesefni fyrir sumarfríið. Héraðsbókasafnið er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík og vefur þess er á slóðinni www.holmavik.is/bokasafn.