24/04/2024

Hellulagt við Grunnskólann á Hólmavík

Sigfús, Guðmundur og ÞórðurSíðustu daga hefur umhverfi Grunnskólans á Hólmavík tekið nokkrum stakkaskiptum, en búið er að helluleggja svæði fyrir framan gamla skólann. Þar voru að verki tveir ungir og vaskir piltar sem tengjast Ströndum, þeir Guðmundur Vignir Þórðarson frá Hólmavík og Sigfús Snæfells Magnússon sem átti heima í Litla-Fjarðarhorni. Fyrirtæki þeirra nefnist Allraverk og má sjá nánar um það á vefsíðunni www.allraverk.is. Eru þeir mestu dugnaðarforkar, þannig að óhætt er að mæla með þeim í margvíslegar nauðsynlegar framkvæmdir á vegum Strandabyggðar við gangstétta- og hellulagnir. Þórður Sverrisson (Ninni), faðir Guðmundar, sá reyndar um gröfuvinnu og að keyra efni í planið. Á næsta ári á að ljúka við að leggja hellur framan við nýja skólann.

Men at work

frettamyndir/2008/580-skolalod4.jpg

frettamyndir/2008/580-skolalod2.jpg

Allraverk að störfum – Ljósm. Siggi Marri og Sigurrós