Hópur af eldri borgurum úr Húnaþingi vestra kom í gær í dagsferð á Ströndum. Fararstjóri var Sigurður Sigurðsson á Hvammstanga, en Áskell Benediktsson á Hnitbjörgum tók að sér að vera leiðsögumaður á Ströndum, auk þess sem Lilja Sigrún tók á móti hópnum á Drangsnesi og Jóhann Guðmundsson leiðsagði á Hólmavík. Þegar meðfylgjandi myndum var smellt af var hópurinn búinn að skoða Sauðfjársetrið í Sævangi og Kotbýli kuklarans á Klúku og stoppa í súpu á Laugarhóli. Hópurinn var þá í kaffi í Félagsheimilinu á Hólmavík í boði Félags eldri borgara á Ströndum og var mikið fjör, söngur og harmonikkuspil. Síðan var ætlunin að skoða Hólmavík áður en haldið var til baka.
Eldri borgararnir á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson.