22/12/2024

Heimabingóinu er lokið


Allir vinningar í heimabingói Sauðfjársetursins eru gengnir út og þess vegna verður engin tala dregin út í dag. Vinningar voru gefnir af Ferðaþjónustu bænda, Bláa lóninu, Strandalambi í Húsavík, Vodafone og Sauðfjársetri á Ströndum. Sauðfjársetrið vill þakka öllum kærlega fyrir góða þátttöku og líka þeim sem gáfu vinnina, en uppátækið hefur tekist ljómandi vel að sögn Esterar Sigfúsdóttur framkvæmda- og bingóstjóra. Stefnan er tekin á að halda sambærilegt bingó aftur síðar í vetur.