22/12/2024

Heilmikið fjör á Borðeyrarhátíð

Á fjórða hundruð manns komu saman á Borðeyri á laugardeginum um síðustu helgi þar sem Borðeyrarhátíð var haldin og yfir tvöhundruð og fimmtíu mættu í heilmikla grillveislu sem var á boðstólum þá seinnipartinn. Hátíðin gekk ljómandi vel fyrir sig, allir ánægðir og mikil gleði. Meðal skemmtikrafta sem tróðu upp voru Hörður G. Ólafsson, Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson. Samkoman var öllum til sóma sem að henni stóðu.

580-bordeyrarhatid14 580-bordeyrarhatid13 580-bordeyrarhatid12 580-bordeyrarhatid11 580-bordeyrarhatid10

Ljósm. Sigrún Waage og Dagrún Ósk Jónsdóttir