22/12/2024

Heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Um næstu áramót verða átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi, Ströndum og í Vestur-Húnavatnssýslu sameinaðar undir einn hatt og fær nýja stofnunin nafnið Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Höfuðstöðvar verða á Akranesi og framkvæmdastjóri verður Guðjón Brjánsson. Þær stofnanir sem renna saman í eitt eru Heilbrigðisstofnunin Hólmavík, Heilbrigðisstofnunin Akranesi, St. Franciskuspítalinn í Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Búðardal, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík og Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.