30/10/2024

Heiða Ólafs og Halli Reynis á Djúpavíkurdögum

Um næstu helgi, dagana 17.-19. ágúst, verða haldnir árlegir Djúpavíkurdagar og að venju er mikið um dýrðir. Heilmikil dagskrá er alla helgina frá föstudegi til sunnudags og hæst ber tónleika með Hólmvíkingnum Heiðu Ólafs sem haldnir verða föstudagskvöldið 17. ágúst og á laugardagskvöldið verður svo Halli Reynis með tónleika. Búist er við að fjöldi manns heimsæki Djúpavík um helgina, en dagskrá Djúpavíkurdaga fylgir hér að neðan.

Föstudagur 17. ágúst:  

Matseðill kvöldsins verður með hefðbundnum hætti.

Kl. 21:00  Setning Djúpavíkurdaga hefst með kaffisopa í boði hótelsins eins og venjan hefur verið síðustu ár.

Kl. 22:00  Tónleikar. Heiða Ólafs heldur tónleika í matsal hótels, undirleikari er Ari Björn. Aðgangseyrir kr. 1.500.-

Laugardagur 18. ágúst:
 
Kl. 14:00  Skoðunarferð um síldarverksmiðjuna, leiðsögumaður verður Héðinn Birnir Ásbjörnsson.

Kl. 14:30  Djúpvíkingurinn. 
Keppni barna í ýmsum þrautum og leikjum sem nú er haldin í fjórða sinn; umsjón hefur Kristjana María Ásbjörnsdóttir.

Að lokinni keppni um Djúpvíkinginn verður bryddað upp á nýjung sem ákveðið hefur verið að reyna að koma í Heimsmetabók Guinnes á næsta ári. Þá eiga börn og fullorðnir að fara niður í fjöru og “fleyta kerlingar” í ca. 10 mín. Líta má á þetta fyrsta skipti sem aðalæfingu fyrir næsta ár.

Kl.16:30  verður boðið upp á stutta útsýnissiglingu með bátnum Djúpfara sem flutti frá höfuðborgarsvæðinu í vor. Allt að 6 manns geta farið út í einu, allir fá björgunarvesti.

Kl. 19:00-21:00  Sjávarréttahlaðborð. 
Hlaðborð Hótel Djúpavíkur hafa alltaf verið vinsæl í gegnum árin og nú er röðin komin að sjávarréttunum aftur. Verð kr. 3.000.- fyrir manninn. Lifandi tónlist verður á meðan á borðhaldi stendur.

Kl.22:00  Tónleikar. Trúbadúrinn Halli Reynis heldur tónleika í matsal hótelsins, aðgangseyrir kr. 1.500,-

Sunnudagur 19. ágúst:  

Kl. 14:00   Síðasta kaffihlaðborð sumarsins, gómsætt að venju. Kr. 1.200,- fyrir manninn.