13/12/2024

Haustball Átthagafélags Strandamanna

Í fréttatilkynningu frá Átthagafélagi Strandamanna kemur fram að hið árlega haustball félagsins verður haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, 2. hæð laugardagskvöldið 18. október 2008. Hin sívinsæla hljómsveit KLASSÍK, Haukur Ingibergsson og félagar halda uppi fjörinu frá kl. 22:00-02:00 og er miðaverð kr. 1.500. Stjórn og skemmtinefnd hvetur félagsmenn og Strandamenn alla til að mæta í fjörið og taka með sér gesti.