22/12/2024

Haustball Átthagafélags Strandamanna um helgina

Nú er komið að hinu árlega haustballi Átthagafélags Strandamanna og mun dansinn duna í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík, 2. hæð. Fjörið hefst laugardagskvöldið 17. október kl 22:00 og stendur allt til 2:00 um nóttina. Það verður hljómsveitin Klassík sem leikur fyrir dansi, gömul og ný danslög. Miðaverðið er aðeins 1.500 kr. svo nú er ekki annað að gera en dusta rykið af dansskónum, fjölmenna á ballið og taka með gesti.