22/12/2024

Hátíðardagskrá vegna 17. júní á Hólmavík

Hátíðahöld setja svip sinn á Þjóðhátíðardaginn sem endranær og stefnir í hið besta veður fyrir útisamkomur í dag. Dagskráin á Hólmavík hefst í dag kl. 11:00 en þá fer fram sundkeppni í sundlauginni og verður keppt með frjálsri aðferð. Blöðrusala, andlitsmálun og fleira hefst í hvamminum neðan við Hólmavíkurkirkju kl. 13:00, þar sem þátttakendur í skrúðgöngunni undirbúa sig áður gangan hefst kl. 14:00. Gengið verður að Íþróttamiðstöðinni þar sem fram fara ræðuhöld, tónlistarflutningur og sundgreinar. Þar kemur fjallkonan einnig fram, en ekki er vitað hvort hún kemur fram í sundbol að þessu sinni.