Biðin er á enda fyrir aðdáendur Harry Potters á Ströndum því nýjasta bókin um ævintýri hans á íslensku er komin í sölu á Hólmavík. Nýja bókin heitir Harry Potter og dauðadjásnin í íslenskri þýðingu. Í ævintýrum Harry Potter hefur hið góða hingað til haft betur
í
baráttunni við hið illa, en í þessari sjöundu og síðustu bók í
bókaröðinni
virðast allar reglur þverbrotnar samkvæmt því sem höfundur segir. Hægt
er að versla nýju bókina um Harry Potter ásamt öllum fyrri bókunum sex
í sölubúð Galdrasýningar á Ströndum. Einnig hér í vefbúð sýningarinnar. Í kvöld klukkan 20:00 verður svo óvænt uppákoma á Galdrasafninu og stendur yfir í um það bil tvær klukkustundir.
Bókin er komin í hillurnar á Galdrasafninu á Hólmavík ásamt öllum hinum Harry Potter bókunum.