04/12/2024

Harry Potter á Galdrasafninu

Harry Potter og dauðadjásnin, síðasta bókin um Harry Potter, kemur út á íslensku fimmtudaginn 15. nóvember. Bókina verður einnig hægt að nálgast á Galdrasafninu á Hólmavík um leið og hún kemur út, glóðvolga úr prentsmiðjunni. Allir velunnarar Harry Potters og félaga á Ströndum eru hvattir til að mæta og tryggja sér eintak á fyrsta söludegi bókarinnar. Þetta er sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter sem hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal barna og unglinga og ekki síður fullorðinna.