23/12/2024

Hamingjulagið komið á disk

Sigurlagið í lagasamkeppni í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík er komið út á geisladiski og er hægt að nálgast hann hjá Kristjáni Sigurðssyni höfundi lagsins eða í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík (info@holmavik.is, s. 451-3111). Á diskinum er lagið í tveimur útgáfum, önnur er sungin af höfundinum sjálfum og svo fylgir einnig textinn og karókíútgáfa svo menn geti æft sig sjálfir að syngja lagið fyrir hátíðina í sumar. Diskurinn kostar aðeins 500 krónur. Höfundur lagsins og flytjandi er Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri á Hólmavík, en Ásgerður Ingimarsdóttir (móðir Victors skólastjóra á Hólmavík) samdi textann.

Kristján flytur lagið þegar tilkynnt var um úrslit í grillveislunni eftir hreinsunarátakið.