25/11/2024

Hamingjudagar og Deep Purple tribute

Hamingjudagar á Hólmavík 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí. Um er að ræða Deep Purple tribute þar sem fimm manna hljómsveit stígur á stokk með rúmlega tveggja tíma prógram. Hólmvíkingurinn Jón Ingmundarson leikur á hljómborð og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er meðal annars þekktur úr bandinu hans Bubba syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Andri Ívarsson gítarleikari, Gunnar Leó Pálsson sem leikur á trommur og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.