22/12/2024

Hamingjudagar hefjast í dag

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík hefst í dag og er þegar orðin heilmikil umferð í bænum og töluvert af fólki á tjaldsvæðinu á Hólmavík. Skreytingar eru víðast hvar komnar upp og eru hinar skemmtilegustu. Kassabílasmiðir hafa verið að störfum undanfarna daga í kassabílasmiðju og halda áfram í dag frá 13-17 að undirbúa kassabílarall sem verður á morgun. Í dag verður hamingjuleitin, opnun listsýninga, diskótek, leiksýning, tónleikar, gönguferð með leiðsögn og lifandi tónlist um kvöldið. Dagskrá má nálgast á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar og einnig á www.hamingjudagar.is.