23/12/2024

Hamingjudagar fóru vel fram

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík fór fram um helgina og gekk með ágætum. Margt var til skemmtunar að venju frá föstudegi til sunnudags. Hátíðin var sett í Steinshúsi á Nauteyri á föstudaginn og slúttað á Furðuleikum á Sauðfjársetrinu í Sævangi í dag. Heilmikil dagskrá var á laugardegi á Hólmavík, veður gott og mannlífið enn betra. Talsverður fjöldi fólks mætti á hátíðina. Meðfylgjandi myndir tók Jón Jónsson á Hólmavík á laugardaginn.

Hamingjudagar á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson