22/12/2024

Hamingjudagar á Hólmavík

580-ham-kass1
Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin um helgina og er mikið um dýrðir. Fjölmargir viðburðir eru á dagskránni sem hefst af fullum krafti í dag, fimmtudag. Kassabílasmiðja Valla og Hlyns við Kópnesbraut 7 verður í fullum gangi kl. 15-18 og kl. 15 hefjast einnig dansnámskeið í Félagsheimilinu á Hólmavík sem Margrét Erla Maack stendur fyrir, en þar verða æfðir Bollywood dansar, Beyoncé og magadans fram á kvöld. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin, bara mæta. Í kvöld verða síðan tónleikar með Svavari Knút á Galdrasafninu á Hólmavík. Skemmtilegar skreytingar eru farnar að setja svip á bæinn.

Dagskrána má nálgast í heild sinni á www.hamingjudagar.is og hátíðin er líka með síðu á Facebook.