Á vefnum www.bb.is er frá því sagt að framundan sé tónleikaferðalag stórhöfðingjanna Gylfa Ægissonar, Megasar og Rúnars Þórs Péturssonar um Vestfirði. Á bb.is segir: „Tónleikar okkar hafa oft verið kallaðir skemmtun þar sem við erum ekki eingöngu að flytja tónlist, heldur segjum við sögur af hvorum öðrum og sjálfum okkur. Við förum svona aðeins yfir feril okkar. Þetta er því oft kallað sögustund með Gylfa, Megasi og Rúnari,“ segir Rúnar Þór Pétursson. Fimmtudaginn 13. apríl verða kapparnir á Hólmavík og daginn eftir á Suðureyri. Túrnum lýkur svo með stórtónleikum í Alþýðuhúsinu á Ísafirði.