22/11/2024

Gunnar Logi í tippið

Spekingar helgarinnar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is eru þeir Baldur Smári Ólafsson á Ísafirði og Gunnar Logi Björnsson á Hólmavík, en Gunnar er nýliði í leiknum. Það er óhætt að segja að Baldur sé í bullandi stuði í leiknum, en fyrsta "rústið" í sögu hans leit dagsins ljós á síðustu helgi þegar Gústi Eysteins fékk að finna fyrir getspeki Baldurs sem vann með fjögurra stiga mun. Hvort Gunnari Loga tekst að kæla Skírisskógar-aðdáandann Baldur niður kemur í ljós á morgun, en þeir eru ósammála um aðeins fjóra leiki. Þangað til úrslit liggja fyrir er hægt að skoða spárnar þeirra hér fyrir neðan:

1. WBA – Man. Utd.

Baldur: United eru miklu miklu betri og fara létt með að vinna W.B.A. sem eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Tákn: 2.

 Gunnar: Þessi leikur verður auðveldur fyrir Man. Utd. Tákn: 2.

+++

2. Arsenal – Charlton

Baldur: Arsenal eru komnir á gott skrið og vinna þetta nokkuð létt. Tákn: 1.

Gunnar: Arsenal eru að rétta úr kútnum og vinna þennan. Tákn: 1.

+++

3. Blackburn – Middlesbro

Baldur: Bæði þessi lið hafa komið mér á óvart í vetur. Middlesbro fyrir hvað þeir hafa verið lélegir og Blackburn fyrir hvað þeir hafa verið góðir. Tákn: 1.

Gunnar: Blackburn skora í uppbótartíma og vinna 2-1. Tákn: 1.

+++

4. West Ham – Portsmouth 

Baldur: West ham hafa aðeins verið að gefa eftir í seinustu leikjum. En þeir rífa sig upp úr skítnum og taka Portsmouth í nefið. Tákn: 1.

Gunnar: Harry nær ekki að vinna sitt gamla lið en nær stigi. Tákn: X.

+++

5. Bolton – Sunderland

Baldur: Þetta er sennilega öruggasti leikurinn á seðlinum. Hvað er Sunderland að gera í þessari deild? Tákn: 1.

Gunnar: Sunderland fellur í frjálsu falli niður í 1. deild og eru engin fyrirstaða fyrir Bolton. Tákn: 1.

+++

6. Man. City – Wigan

Baldur: Þetta er erfiður leikur.Bæði lið búinn að standa sig ágætlega í vetur. Tippa á heimasigur hér. Tákn: 1.

Gunnar: Þetta verður hörkuleikur en liðin skilja jöfn. Tákn: X.

+++

7. Reading – Wolves

Baldur: Það væri bilun að setja annað en 1 á þennan leik. Tákn: 1.

Gunnar: Reading hefur þennan, veit ekki af hverju. Tákn: 1.

+++

8. Norwich – Sheff. Utd.    

Baldur: Þrátt fyrir að vera 15 stigum á eftir Sheffield í deildinni þá held ég að Norwich vinni. Tákn: 1.

Gunnar: Ég hef trú á Sheff. Utd. menn verði búnir að peppa sig upp inni í búningsklefa og þeir taka þetta. Tákn: 2.

+++

9. Coventry – Leeds

Baldur: Ég tippaði á Coventry sigur á seinustu helgi og þeir unnu. En því miður þá eru þeir enn að fagna þeim sigri og tapa gegn Leeds. Dennis Wise verður eini maðurinn með viti hjá Coventry og skorar eitt. Lokatölur í þessum leik verða sennilega 1-3. Tákn: 2.

Gunnar: Leeds hefur þetta á lokasprettinum. Tákn: 2.

+++

10. C. Palace – Ipswich 

Baldur: Palace ætti að vinna þetta nokkuð létt. Tákn: 1.

Gunnar: Palace vinnur þetta nokkuð örugglega 2-0. Tákn: 1.

+++

11. Sheff. Wed. – Preston

Baldur: Preston eru miklu sterkari og rústa vesalingunum í Sheff. Wed. Tákn: 2.

Gunnar: Uglurnar hafa ekki augun opin og missa 2-3 inn. Tákn: 2.

+++

12. Luton – Derby

Baldur: Derby unnu fínan sigur á Burnley á seinusu helgi og ná jafntefli hér. Tákn: X.

Gunnar: Halli Kiddi verður glaður að sjá Derby í stuði. Tákn: 2.

+++

13. Stoke – Burnley

Baldur: Tvö leiðinleg lið og Stoke vinnur 1-0. Tákn: 1.

Gunnar: Fyrrum herra ljótur hjá Man. Utd. leggur upp tvö í sigri Stoke. Tákn: 1.

+++

Baldur: Ég er búinn að ákveða að vinna þennan leik, af því að ég veit ekki á hvern ég á að skora ef ég tapa. Kveðja, Baldur.