22/12/2024

Gummi Jóns með tónleika á Hólmavík

Guðmundur Jónsson eða Gummi Jóns, lagasmiðurinn góðkunni úr Sálinni hans Jóns míns heldur tónleika á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 17. október og hefjast þeir kl. 21:00. Gummi Jóns er nýbúinn að gefa út nýjan disk, Fuður, sem er jafnframt endahnykkurinn á þríleik hans Japl, Jaml og Fuður. Heimsóknin til Hólmavíkur er hluti af hljómleikaferð um landið þvert og endilangt þar sem flutt er efni af þríleiknum áðurnefnda, ásamt velvalinni tónlist úr öðrum áttum. Meira á www.gummijons.is.