22/12/2024

Guðjón á Dröngum opnar heimasíðu

Þúsundþjala-smiðurinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum hefur opnað heimasíðu undir heitinu Stokkar og steinar en það heitir einmitt fyrirtæki hans sem var stofnaði 2003. Guðjón hefur víðtæka reynslu af alls kyns hleðslum og smíðum af mörgu tagi en hann aðstoðaði m.a. annars við byggingu Kotbýlis kuklarans í Bjarnarfirði og Eiríksstaði í Dölum ásamt húskörlum sínum svo fátt eitt sé nefnt. Guðjón á að baki feril frá 1990 í hleðslum á torfi og grjóti auk smíðar og myndhöggs í tré og stein og hefur haldið fjölda sýninga á stórum sem smáum verkum sem hann heggur úr rekaviði af Ströndum. Heimasíðu Guðjóns er hægt að nálgast hér.