21/11/2024

Gríðarleg stemmning á karókíkeppninni

Gríðarleg stemmning var á undanúrslitum karókíkeppni vinnustaða á Ströndum sem var haldin í Bragganum í gærkvöldi. Þrettán flytjendur tóku þátt og kepptu um átta sæti sem voru laus í úrslitakeppninni. Þar til skipuð þriggja manna dómnefnd valdi sjö keppendur áfram og var um það rætt eftir keppnina að ekki væri öfundsvert að vera í þeirra sporum. Salurinn fékk að kjósa um þann áttunda og það var ekki síður spennuþrungin stund meðan það val fór fram. Um það bil hundrað manns voru samankomnir til að fylgjast með keppninni og virtist sem þakið ætlaði að rifna af gamla Bragganum á Hólmavík þegar mikil fagnaðarlæti brutust út eftir flutning hvers lags.

Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu eftir drjúga stund að eftirtaldir söngvarar kæmust áfram:

Arnar S. Jónsson fyrir strandir.saudfjarsetur.is
Ásdís Leifsdóttir fyrir skrifstofu Strandabyggðar
Eyrún Eðvaldsdóttir fyrir Bíla- og kranaþjónustu Danna
Halldór Jónsson fyrir Vegagerðina
Lára Guðrún Agnarsdóttir fyrir Grunnskólann á Hólmavík
Salbjörg Engilbertsdóttir fyrir skrifstofu Strandabyggðar
Sigurður Á. Vilhjálmsson fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar

Salurinn kaus að Sigurður Atlason sem keppti fyrir Strandagaldur kæmist áfram í úrslitakeppnina fyrir frammistöðu sína.

1
Arnar S. Jónsson söng lagið King Of The Road.
Dómnefndin lagði blessun sína yfir frammistöðu hans.


Ásdís Jónsdóttir söng Will You Still Love Me Tomorrow.
Dómnefndin elskar hana eflaust líkt og allir aðrir. En…  Ásdís heim.


Ásdís Leifsdóttir söng lagið Creep með Radiohead.
Dómnefndin sagði já.


Eyrún Eðvaldsdóttir flutti lagið Blame It On The Sun.
Dómnefndin úrskurðaði hana áfram.

atburdir/2006/580-karoki-snulla.jpg
Halldór Jónsson söng Rangur maður á röngum tíma.
Dómnefndin komst að öndverðri niðurstöðu. Dóri áfram.

atburdir/2006/580-karoki-asdis-leifs.jpg
Inga Emilsdóttir söng Eye Of The Tiger og tryllti salinn.
Dómnefndin trylltist ekki. Inga heim.

atburdir/2006/580-karoki-halldor_jonsson.jpg
Lára Guðrún Agnarsdóttir söng Rose Garden eins og hún hefði aldrei gert annað.
Dómnefndin heillaðist. Lára áfram í úrslit.

atburdir/2006/580-karoki-inga.jpg
Lýður Jónsson söng Presley slagarann Can’t Help Falling In Love.
Dómnefndin varð ekki ástfangin. Lýður heim.

atburdir/2006/580-karoki-lilli.jpg
Salbjörg Engilbertsdóttir söng lagið Torn.
Dómnefndin jánkaði brosandi. Sabba áfram.

atburdir/2006/580-karoki-sabba.jpg
Sigfríð Thorlacius söng Love Is All Around You meistaralega.
Dómnefndin ekki alveg með á nótunum og sendi hana því heim.

atburdir/2006/580-karoki-siggia-karl.jpg
Sigurður Atlason flutti lagið Man I Feel Like A Woman og byrjaði vel klæddur.

atburdir/2006/580-karoki-siggia-kven.jpg
…en trylltist á miðri leið og stóð nánast á hreðjunum einum í enda lagsins.
Dómnefndin sagði nei, en salurinn á öndverðri skoðun. Siggi áfram.

atburdir/2006/580-karoki-stefan.jpg
Sigurður Á. Vilhjálmsson söng Angel.
Dómnefndin setti fingur upp. Siggi Villa áfram.


Stefán Jónsson söng Lítill drengur.
Dómnefndin sendi hann heim í Búðardal.