22/12/2024

Grein um Arnkötludal

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skrifað grein á heimasíðu sína og hér á strandir.saudfjarsetur.is (undir þessum tengli) um væntanlegan veg um Arnkötludal, undir yfirskriftinni Betri og arðvænlegri leið fyrirfinnst varla. Sú skoðun kemur skýrt fram í greininni að Einar telur að æskilegt væri ef hægt er að ljúka þssari vegagerð fyrr en vegáætlun gaf svigrúm til. Arðsemin af vegagerðinni sé á milli 14-15% og það sé óalgengt að arðsemi af vegagerð á landsbyggðinni sé svo mikil.