Í tilkynningu frá Góunefnd kemur fram að nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á hina mögnuðu Góugleði sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík 10. mars. Skráningar hafa gengið mjög vel, en hægt að koma fleirum að og eru menn hvattir til að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi í dag, þriðjudaginn 6. mars. Tekið er á móti skráningum á netföngunum jedvald@simnet.is og smt@snerpa.is. Einnig er hægt að hringja í Jón E Halldórsson í síma 862-8735 og Sigurð Þorvaldsson í síma 894-4806.
Forsala aðgöngumiða verður síðan miðvikudaginn 7. mars í félagsheimilinu frá kl. 17-19, miðaverð er aðeins 6.500 kr. Hljómsveitin Stuðlabandið heldur síðan uppi fjörinu eftir að borðhaldi lýkur og verður hægt að borga sig sér inn á ballið fyrir 2.500 kr. Meðfylgjandi mynd er af Má Ólafssyni í gerfi einnar kvinnunnar á svæðinu.