24/07/2024

Gott mál hjá Vegagerðinni!

VegagerðinÍ dag var veghefill á ferð í Bæjarhreppi, til að vinna á hálkunni, en hefill hefur lítið sést hér að vetri til. Mikil hálka hefur verið í Bæjarhreppi undanfarnar vikur eins og víða um land. Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá, sem þjónustar m.a. veginn um Bæjarhrepp, hefur verið ötull við söltun, en varla haft undan.

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Sveinn Karlsson á Borðeyri – var með myndavélina á lofti í tilefni dagsins.