21/12/2024

Gospelmessa á Hólmavík

Gospelmessa verður í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 8. maí kl. 14:00. Kirkjukórinn leiðir sönginn, en einsöngvarar verða Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristinn Schram, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Drífa Hrólfsdóttir. Um hljóðfæraleik sjá Fannar Freyr Snorrason, Sara Jóhannsdóttir, Anna Sólrún Kolbeinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Allir eru hjartanlega velkomnir í gospelmessuna.