Um næstu helgi frá Strandamenn góða gesti en þá verða haldnir í Hólmavíkurkirkju tónleikar Gospelkórs Vestfjarða og Hljómsveitarinnar Apollo. Tónleikarnir verða sunnudaginn 29. maí og hefjast kl. 16:00, aðgangseyrir er kr. 1.500.- Á efnisskránni eru bæði róandi og frískandi trúartónlist. Undirleikari með kórnum er Halldór Smárason, stjórnandi er Pálína Vagnsdóttir. Hljómsveitina Apollo skipa hins vegar Halldór Smárason á píanó/hljómborð, Brynjólfur Óli Árnason bassaleikari, Björn Jóhannes Hjálmarsson trommari og Kristján Sigmundur Einarsson gítarleikari.
Í fréttatilkynningu frá kórnum eru Hólmvíkingar, Strandamenn og aðrir gestir hvattir til að fjölmenna og taka strandir.saudfjarsetur.is heilshugar undir það.
Gospelkórinn.