22/12/2024

Gönguferð út á Stiga

Sunnudaginn 8. október kl. 13 verður í boði gönguferð í tilefni af Evrópsku menningarminjadögunum 2017. Það er Einar Ísaksson minjavörður Vestfjarða sem leiðir göngu frá gamla bænum á Broddadalsá út á Stiga að leiði Brodda. Farið verður yfir sögusagnirnar um Brodda og tilgátur um tilurð og val á staðsetningu fyrir þessa meintu fornaldardys út frá fornleifafræðilegum sjónarmiði. Gangan tekur um 90 mínútur, allir velkomnir og fólk minnt á að vera vel búið.