Góður gangur er í framkvæmdum í Selárdal við Steingrímsfjörð, þar sem verið er að reisa nýjan skíðaskála á Brandsholti. Um nýbyggingu er að ræða og er nýja húsið allstór braggi. Það er Skíðafélag Strandamanna sem stendur fyrir framkvæmdunum og eru menn frá Trésmiðjunni Höfða á staðnum við störf, auk sjálfboðaliða. Voru menn bjartsýnir um að húsinu yrði lokað síðar í mánuðinum, þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit þar við í dag. Myndirnar tók Jón Jónsson.