22/12/2024

Góður árangur í hástökki

Guðjón ÞórólfssonHéraðssamband Strandamanna átti tvo keppendur á Meistaramóti Íslands 15-22 ára, sem haldið var á Sauðárkróki seint í ágúst. Guðjón Þórólfsson á Hólmavík keppti í hástökki 15-16 ára og gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu, en hann stökk yfir 1,78. Hadda Borg Björnsdóttir keppti einnig í hástökki 15-16 ára og hafnaði í 5. sæti er hún stökk 1,49. Þau eru bæði 15 ára á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Héraðssambandsins – www.123.is/hss.