Úrslitin úr móti Skíðafélags Strandamanna sem haldið var í Selárdal á laugardaginn eru komin inn á vefsíðu Skíðafélagsins. Veður var gott logn, hiti um frostmark og sólskin með köflum. Þátttaka var góð sérstaklega í flokkum yngri en 10 ára, en ekki eins góð í eldri aldursflokkum. Æfingum hefur nú verið fjölgað og verða nú þrisvar í viku í mars og apríl fram að Andréasar-andarleikum sem verða 20.-22. apríl. Þá er innan við hálfur mánuður í Strandagönguna og því ekki seinna vænna að fara að æfa sig fyrir hana.