22/12/2024

Góð þátttaka í plankinu mikla

Gestir Hamingjudaga á Hólmavík stóðu sig vel í gær þegar gerð var atlaga að Íslandsmeti í hópplanki. Nærri 300 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í plankinu mikla á grasinu á Klifstúni, en enn er eftir að fara yfir myndbönd til að sjá nákvæmlega fjöldann sem tók þátt og hvort einhver hafi gert ógilt. Sveitarstjórn Strandabyggðar tók sig líka til og plankaði í heilu lagi ásamt sveitarstjóranum, en ekki er ljóst hvort met í flokki sveitarstjórna fást staðfest og skráð í plank-metabókina.

Plank

atburdir/2011/640-plank5.jpg

atburdir/2011/640-plank3.jpg

atburdir/2011/640-plan2.jpg

Plankað á Hamingjudögum – ljósm. Jón Jónsson og Arnar S. Jónsson