30/10/2024

Góð þátttaka á fyrri degi málþingsins í Dalbæ

Fimmtíu manns komu á fyrri dag ráðstefnunnar um Spánverjavígin í Dalbæ á Snæfjallaströnd í gær og nutu dagsins í blíðskaparveðri í gær. Gestir komu víða að af landinu og innbirtu mikinn fróðleik frá fyrirlesurunum sem fjölluðu um ævi Jóns lærða, Spánverjavígin og hvalveiðar Baska í Norðurhöfum. Dagskráin í Dalbæ hefst aftur kl. 13:00 í dag og þá spjalla þeir Torfi Tulinius, Már Jónsson og Magnús Rafnsson sem mun segja frá niðurstöðum á frumrannsóknum á hvalveiðistöð Baska í Hveravík við Steingrímsfjörð sem fór fram síðastliðið haust. Málþinginu verði svo slitið kl. 16:00 í dag. Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með málþinginu.


Michael M. Barkham, kanadískur sagnfræðingur segir frá veru baskneskra hvalveiðimanna á Nýfundnalandi. Hann útskýrði m.a. hver voru hagræn áhrif veiðanna fyrir baska og hversu langt þeir sóttu fenginn en þeir virðast hafa haft stöðvar allt norður að Svalbarða.