Í síðustu viku var galakvöld hjá Grunnskólanum á Hólmavík en þá buðu þrír elstu bekkir skólans krökkunum á Reykhólum í fínan kvöldverð og á ball. Svo um nóttina gistu krakkarnir upp í skóla. Galakvöldið var haldið í Bragganum og sáu foreldrar um veitingar og að þjóna þeim til borðs. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss og skemmtu sér langt fram eftir nóttu. Eftir matinn byrjuðu krakkarnir á að dansa gömlu dansanna enda vel að sér í þeim efnum en svo tók við trylltur diskódans. Þetta er í annað skiptið sem að galakvöld eru haldin og hafa þau vakið mikla lukku.
Krakkarnir gæða sér á kræsingunum – ljósm. Ester Sigfúsdóttir