22/12/2024

Glæsilegt kort af Árneshreppi

Fyrr í mánuðinum var gefið út upplýsingakort um ferðaþjónustu og sögustaði í Árneshreppi og var það kynnt við sumaropnun á Kaffi Norðurfirði. Mæting var mjög góð. Kortið sem er sannkallað listaverk er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni og Nínu Ivanovu á Ísafirði. M.a. er hægt að nálgast kortið á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og hjá fjölmörgum ferðaþjónum á Ströndum, auk þess sem það liggur frammi á viðkomustöðum í Árneshreppi.

580-arneshreppskort2 580-arneshreppskort

Kort af Árneshreppi