26/12/2024

Glæpakvöld á Héraðsbókasafni Strandasýslu

Glæpasögukvöld verður haldið á Héraðsbókasafninu á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 20:15 stundvíslega. Þar mun Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur segja frá nýrri bók og lesa úr henni fyrir viðstadda en hún hefur fengið nafnið Sólstjakar. Viktor Arnar hefur áður samið bækur eins og Flateyjargátu og Aftureldingu, en eftir þeirri síðarnefndu voru gerðir sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar. Kaffi verður á könnunni og allir velkomnir, aðgangseyrir er enginn.

Nýja bókin – Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson